Leitum að pari sem getur komið hlutunum af stað
Draumablandan væri fagurkeri sem elskar sögugerð og handlaginn smiður
Leitum að pari sem getur komið hlutunum af stað
Draumablandan væri þjónustulundaður fagurkeri sem elskar sögugerð og handlaginn smiður
Hvað erum við að fara að gera?
Við erum nýsköpunarfyrirtæki í ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í uppbyggingu óvenjulegra náttúrutengdra gistieininga. Okkar fyrsta vörulína, kúluhótelið, hefur slegið í gegn en það er staðsett bæði í Bláskógabyggð og Flóahreppi. Hugmyndin sem við erum að móta í Fljótunum snýr að því að hanna náttúrutengda gistieiningu sem og skjálausa afþreyingu. Við finnum öll í okkar nærsamfélagi að tenging fólks við náttúruna er sífellt að minnka og hugmyndum að skjálausri afþreyingu fækkar. Okkur langar að búa til hugmyndir og gistingu sem fólk sækir í aftur og aftur.
